Ofbeldi gagnvart fanga rannsakað

REUTERS TV

Ellefu lögreglumenn a Filippseyjum verða yfirheyrðir í dag vegna myndskeiðs sem sýnir misþyrmingar á fanga. Myndskeiðið er tekið upp á farsíma á lögreglustöð í fátækrahverfi Manila, höfuðborgar Filippseyja. Hefur myndskeiðið vakið hörð viðbrögð almennings en það hefur flakkað hratt á milli manna á netinu.

Það var sýnt í ríkissjónvarpinu á Filippseyjum á þriðjudag og voru lögreglumennirnir leystir frá störfum í kjölfarið og eru þeir í haldi.

Á myndskeiðinu sést borgaralega klæddur maður húðstrýkja nakinn karlmann sem liggur á gólfinu. Sést að reipi er bundið um kynfæri þess nakta og rífur gerandinn í reipið.

REUTERS TV
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert