Ekki lengur eftirlýstur

00:00
00:00

Stofn­andi Wiki­Leaks, hinn ástr­alski Ju­li­an Assange, er ekki leng­ur grunaður um nauðgun í Svíþjóð, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sak­sókn­ara. Hand­töku­skip­un hef­ur því verið dreg­in til baka.

Assange er í Svíþjóð. Hann var grunaður um tvo glæpi, meðal ann­ars nauðgun. Sak­sókn­ari vildi ekki gefa uppi hver hinn glæp­ur­inn væri né hvort gef­in hefði verið út alþjóðleg hand­töku­skip­un vegna máls­ins.


Stofnandi Wikileaks, Julian Assange.
Stofn­andi Wiki­leaks, Ju­li­an Assange. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert