Stofnandi WikiLeaks, hinn ástralski Julian Assange, er ekki lengur grunaður um nauðgun í Svíþjóð, samkvæmt upplýsingum saksóknara. Handtökuskipun hefur því verið dregin til baka.
Assange er í Svíþjóð. Hann var grunaður um tvo glæpi, meðal annars nauðgun. Saksóknari vildi ekki gefa uppi hver hinn glæpurinn væri né hvort gefin hefði verið út alþjóðleg handtökuskipun vegna málsins.