Spænskur nautabani er alvarlega slasaður eftir að naut stangaði hann í nautaati í borginni Bilbaou í norðurhluta Spánar. Nautabaninn, Sergio Aguilar, var stunginn bæði í gegnum kinnina og vinstra lærið og missti mikið magn af blóði áður en hann var fluttur á sjúkrahús.
Nautaatstímabilið 2010 er þegar orðið alræmt fyrir háa tíðni slysa meðal heimsins vönustu nautabana. Dramatískasta atvikið átti sér stað þegar nautabaninn Julio Asparicio slapp naumlega eftir að naut stakk hann neðan á kjálkann með þeim afleiðingum að hornið rakst upp og út í gegnum munninn.
Í júlí síðastliðnum varð Katalónía fyrsta hérað á Spáni til að banna hina aldalöngu spænsku hefð með lögum.