Fjórir bandarískir hermenn féllu

Hermenn í Afganistan
Hermenn í Afganistan Reuters

Fjórir bandarískir hermenn féllu í dag í átökum við talíbana í Afganistan, að sögn Nató. Mennirnir fjór dóu í þremur ólíkum árásum í austur- og suðurhluta Afganistan.

Þar með hafa alls 451 hermaður fallið í Afganistan á þessu ári. Í fyrra var heildartala fallinna hermanna í landinu 520. Um þessar mundir eru tæplega 150.000 hermenna á vegum Nató og Bandaríkjanna staddir í Afganistan í baráttu við talíbana í stríði sem staðið hefur í 9 ár síðan íslamistum var bolað frá völdum árið 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert