14 ára siglir umhverfis hnöttinn

00:00
00:00

Hin 14 ára gamla Laura Dekk­er frá Hollandi er nú lögð af stað í langa ferð en mark­mið henn­ar er að slá heims­met sem yngsta mann­eskj­an sem sigl­ir ein um­hverf­is jörðina. Hún áætl­ar að vera 2 ár á leiðinni.  

Far­ar­skjót­inn er 38 feta seglskúta að nafni „Guppy". Und­ir­bún­ing­ur sigl­ing­ar­inn­ar hef­ur ekki verið átaka­laus því barna­vernd­ar­yf­ir­völd í Hollandi vildu meina henni að fara með þeim rök­um að fé­lags­leg­ur og til­finn­inga­leg­ur þroski henn­ar gæti borið skaða af.

Dekk­er  vann málið gegn barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um fyr­ir dóm­stól­um í síðasta mánuði og á laug­ar­dag­inn lagði hún loks frá bryggju á Gíbralt­ar. Faðir henn­ar, sem þjálfaði hana í sigl­ing­um, styður dótt­ur sína heils­hug­ar en seg­ist engu að síður vera í tals­verðu upp­námi yfir brott­för henn­ar.

„Til­finn­ing­arn­ar eru blendn­ar en það er ekki síst ham­ingja, ég vona að þetta verði frá­bær upp­lif­un hjá henni."

Dekk­er ætl­ar að byrja á því að sigla til Madeira og Kana­ríeyja áður en hún held­ur yfir Atlants­hafið til Barbados.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert