Danielle er annar hvirfilbylur tímabilsins

Hvirfilbylur
Hvirfilbylur HO

Annar hvirfilbylurin á tímabilinu í Atlantshafi myndaðist í dag þegar vindhraðinn náði yfir 120 kílómetrum á klukkustund í dag. Fékk stormurinn nafnið Danielle. Danielle er annars stigs stormur samkvæmt Saffir -Simpson kvarðanum.

Búist er við því að Danielle safni kröftum og muni á miðvikudag fara yfir Bermuda en snúa svo í norð-norðaustur og sneiða hjá Austurströnd Bandaríkjanna.  Fyrsti hvirfilbylur tímabilsins var Alex, sem gekk yfir norðurhluta Mexíkó þann 30. júní með þeim afleiðingum að einn maður lést og olíuhreinsunarstarfið í Mexíkóflóa tafðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert