Ný kennsluáætlun ísraelskra grunnskóla var kynnt í dag, en yfirvöld ætla sér að gera arabísku að skyldufagi fyrir nemendur í 5. bekk. Vonast menntamálaráðuneytið til að tungumálakennslan verði til þess að bæta tengslin og efla umburðarlyndi á milli Gyðinga og Araba.
Arabískum grunnskólanemum er skylt að læra hebresku, en arabíska hefur hinsvegar hingað til aðeins verið valfag fyrir Gyðingabörn. Fleiri og fleiri sýna þó áhuga á því að læra arabísku sem hluta af stúdenstprófi og er það meðal ástæðna þess að ákveðið var að ráðast í þessa breytingu.
Kennsla hefst í fyrstu 170 skólunum í haust.