Kaþólskur prestur hátt settur í IRA

BBC

Lögreglan, kaþólska kirkjan og yfirvöld á Norður-Írlandi sameinuðust í að hylma yfir presti sem tók þátt í einu mesta grimmdaverki í sögu átakanna á Norður Írlandi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

31. júlí 1972 létust níu manns í sprengingu í þorpinu Claudy í Londonderry sýslu.

Faðir James Chesney lá undir grun um að tengjast sprengingunni en var aldrei handtekinn. 

Hann var skömmu síðar færður til í starfi, og lést árið 1980.

Árið 2002 var upphaflega rannsóknin tekin til strangrar skoðunar og var skýrsla um málið birt í dag.

Þar er í fyrsta sinn gert opinbert að árið 1972 uppgötvuðu lögreglumenn sem rannsökuðu Claudy sprenginguna að Faðir Chesney var leiðtogi innan IRA og hafði skipulagt sprenginguna.

Þá hafi lögreglan gerst sek um samsæri með því að gera samning við yfirvöld og kaþólsku kirkjuna um að koma Föður Chesney undan með því að flytja hann til annarrar sóknar á Írlandi.

Þannig hafi rannsóknaraðilar algjörlega brugðist fórnarlömbum sprengingarinnar.

Í skýrslunni segir að tilraunir nokkurra rannsóknarlögreglumanna til að eltast við Föður Chesney hafi verið stöðvaðar fyrir fund ráðherra Norður-Írlandsmála og leiðtoga kaþólsku kirkjunnar, Conway kardinála, sem hafi í sameiningu ákveðið að flytja Chesney til Donegal sóknar, sem er rétt innan við landamærin á Írlandi.

Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar á Írlandi, Sean Brady kardináli, hefur svarað ásökununum og segir kirkjuna ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert