Heimili rýmd vegna eldgoss í Kólumbíu

Galeras eldfjallið er um 4.000 metra hátt og gýs reglulega.
Galeras eldfjallið er um 4.000 metra hátt og gýs reglulega. Reuters

Yfirvöld í Kólumbíu hækkuðu í dag viðbúnaðarstig vegna eldgoss í eldfjallinu Galeras. Er nú viðbúnaður á hæsta stigi og hafa heimili 8.000 manns verið rýmd. Fjallið byrjaði að spúa ösku um klukkan 4 um nótt að staðartíma og að sögn jarðfræðinga sést glóandi hraun í gígnum. Engi stórir jarðskjálftar hafa orðið en jarðfræðingar segja ljóst að gos sé hafið og ástandið sé mjög óstöðugt sem stendur.

Galeras eldfjallið, sem er hluti Andes-fjallgarðsins og stendur í Narino héraði nærri landamærum Ekvador, er virkasta eldfjall Kólumbíu hefur gosið 6 sinnum á síðustu 2 árum. Það lá um langa hríð í dvala en vaknaði á nýjan leik árið 2004 og hefur verið mjög virkt síðan.

Í nóvember 2009 voru um þúsund manns flutt burt af svæðinu vegna goss, en engin slys urðu. Þá varð snarpur goskippur í janúar síðastliðnum. Árið 1993 dóu 9 manns vegna eldgoss í Galeras, þar af 6 vísindamenn sem höfðu farið niður í gíginn til að safna gassýnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert