Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess, að Adolf Hitler kunni að hafa verið af gyðingaættum og hefði því ekki átt að geta verið félagi í Nasistaflokknum þýska.
Belgískir blaðamaðurinn Jean-Paul Mulders og belgíski sagnfræðingurinn Marc Vermeeren hafa á undanförnum mánuðum haft uppi á 39 núlifandi ættingjum Hitlers og hafa tekið DNA-sýni úr þeim.
Fram kemur í belgíska tímaritinu Knack, sem breska blaðið Daily Mail vitnar til, að allir þessir ættingjar Hitlers hafi sérstakan litning, sem kallaður er Haplogruppe E1b1b. Þessi litningur er sjaldgæfur í Þýskalandi og Austurríki, þar sem Hitler fæddist, og raunar í vesturhluta Evrópu.Hann er hins vegar algengur í íbúum í Marokkó, Alsís, Líbýu og Túnis og einnig í svonefndum sefardiskum gyðingum, sem voru ættaðir frá Spáni, og ashkenazy-gyðingum.
Fyrir síðari heimsstyrjöld var á kreiki orðrómur um að afi Hitlers hefði verið gyðingur, kaupmaður að nafni Leopold Frankenberger.