Hundruð þúsunda innlyksa í flóðunum

00:00
00:00

Pak­ist­an geng­ur nú í gegn­um verstu nátt­úru­ham­far­ir í sögu þjóðar­inn­ar, að sögn for­sæt­is­ráðherra lands­ins. Í suður­hluta lands­ins eru íbú­ar nú lagðir á flótta af ótta við flóð þar, á meðan björg­un­ar­menn í norðrinu vinna að því að hreinsa upp eft­ir flóðin sem þar gengu yfir. Sam­einuðu þjóðirn­ar kalla nú eft­ir fleiri björg­un­arþyrl­um til að ná til um 800.000 manna sem eru inn­lyksa.

Lækn­ar gera sitt besta til að hefta út­breiðslu sjúk­dóma sem smit­ast með menguðu vatni, s.s. niður­gang­ur og kólera. 5 millj­ón­ir Pak­ist­ana sofa nú und­ir ber­um himni og þurfa sár­lega á neyðartjöld­um að halda til að skýla sér und­an brenn­andi sól­inni.  SÞ áætla að áhrifa flóðanna gæti á líf 17 millj­óna manna en svæði í suður­hluta lands­ins sem hingað til hafa sloppið eru nú í hættu og hafa yf­ir­völd skipu­lagt fjölda­rým­ingu úr þorp­um og bæj­um. Vatns­yf­ir­borð ár­inn­ar Ind­us í Hydera­bad hef­ur ekki verið hærra í hálfa öld og ótt­ist er að það muni hæka enn frek­ar.

Útbreiðsla nauðsyn­legra hjálp­ar­gagna og heil­brigðisþjón­usta við sjúka er marg­falt erfiðari en ella vegna þess hve mörg svæði með fjölda manna eru al­gjör­lega inn­lyksa vegna flóða. Sam­göng­ur í land­inu eru al­gjör­lega í lamasessi og segja SÞ að þörf væri á a.m.k. 40 björg­un­arþyrl­um, til viðbót­ar við þær 18 sem eru í notk­un nú þegar, til að ná til allra sem á hjálp þurfa að halda.

M.a. seg­ir Mat­vælaaðstoð SÞ að næg­ar birgðir hafi safn­ast af mat til að fæða 6 millj­ón­ir manna í heil­an mánuð, en dreif­ing mat­væl­anna geng­ur hins­veg­ar hægt og illa vegna ástands­ins og því eru marg­ir vannærðir. Yf­ir­völd segja að um 17.000 fer­kíló­metr­ar af landi sé rúst­ir ein­ar vegna flóðanna og mun það hafa al­var­leg og langvar­andi áhrif á land­búnaðinn í Pak­ist­an og þar með hag­vöxt.

Pakistanskir angóakrar í kafi umhverfis innlyksa þorp.
Pak­ist­ansk­ir angóakr­ar í kafi um­hverf­is inn­lyksa þorp. ADREES LATIF
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert