Fleiri bæir og borgir á kaf

Hundruðir þúsunda eru á hrakhólum í Pakistan vegna flóðanna og …
Hundruðir þúsunda eru á hrakhólum í Pakistan vegna flóðanna og reiða sig á hjálparaðstoð Reuters

Pakistönsk yfirvöld hafa skipað 300.000 manns að yfirgefa heimili sín í borginni Thatta í suðurhluta landsins, eftir að flóð brutu niður varnargarð í nágrenninu.

Vonast er til að verkfræðingar hersins geti lagað sex metra skarð í varnargarðinum í tíma en ef ekki, mun vatn færa borgina á kaf.

Íbúunum var tilkynnt í gærkvöldi að þeir þyrftu að finna öruggt skjól og í morgun höfðu um 70% íbúanna fært sig um set en nú er vatn farið að flæða um götur borgarinnar.

Þá hafa þrír bæir í kringum borgina, þar sem samanlagt búa 400.000 manns, þegar verið yfirgefnir.

Íbúar Thatta og nágrannabæjanna bætast því við allan þann mannfjölda sem þegar er á hrakhólum vegna flóðanna og hafði tekið stefnuna á Thatta til að sækja aðstoð.

Samkvæmt heimildamanni AFP eru þúsundir á leið frá svæðinu til Karachi og Makli, með búpening og klyfjað veraldlegum eigum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert