Bush og Blair gegn Brown

George W. Bush og Tony Blair.
George W. Bush og Tony Blair. Reuters

Breska blaðið Sunday Tel­egraph full­yrðir, að Tony Bla­ir hafi reynt að sitja áfram í embætti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands leng­ur en hann ætlaði eft­ir að hafa fengið upp­lýs­ing­ar um að rík­is­stjórn Geor­ge W. Bush, þáver­andi Banda­ríkja­for­seta, hefði mikl­ar efa­semd­ir um að Gor­don Brown væri heppi­leg­ur eft­ir­maður Blairs.

Blaðið seg­ir, að þetta hafi verið ein helsta ástæða þess, að Bla­ir reyndi að halda í völd­in fram til árs­ins 2008 og reyndi jafn­framt að koma því í kring að Dav­id Mili­band yrði eft­ir­maður sinn en ekki Brown. 

Sunday Tel­egraph seg­ir, að banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafi látið efa­semd­ir um Brown í ljós eft­ir fund, sem Brown átti með Condo­leezzu Rice, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Bretla. Þar er Brown sagður hafa skammað Rice fyr­ir stefnu Banda­ríkja­stjórn­ar í þró­un­ar­mál­um og mál­efn­um Afr­íku.

Rice mun hafa sagt far­ir sín­ar ekki slétt­ar eft­ir þenn­an fund og í kjöl­farið var Bla­ir lát­inn vita að Banda­ríkja­menn væru ekki sér­lega hrifn­ir af þess­um vænt­an­lega for­sæt­is­ráðherra Bret­lands.  

Bla­ir gaf síðan til kynna, að hann hefði hug á því að sitja áfram í embætti að minnsta kosti til árs­ins 2008 en það ár lauk kjör­tíma­bili Bush.  Hann varð hins veg­ar að falla frá þess­um áform­um og Brown varð for­sæt­is­ráðherra í júní 2007. Hann fylgdi síðan ut­an­rík­is­mála­stefnu, sem var ekki eins háð Banda­ríkj­un­um og sú stefna sem Bla­ir fylgdi.

Frétt Sunday Tel­egraph

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert