Bjartsýnn á friðarviðræðurnar

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AMMAR AWAD

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benjam­in Net­anya­hu, sagðist í morg­un vera bjart­sýnn á friðarviðræðurn­ar við Palestínu­menn sem til stend­ur að hefja í Washingt­on í byrj­un næsta mánaðar.

„Ég er sann­færður um að ef for­ystu­menn Palestínu­manna taka þess­ar samn­ingaviðræður eins al­var­lega og við þá get­um við náð viðvar­andi samn­ingi. Ekki aðeins samn­ingi um vopna­hlé á milli stríða,“ sagði Net­anya­hu á viku­leg­um rík­is­stjórn­ar­fundi og bætti við: „Við get­um tryggt viðvar­andi frið fyr­ir okk­ur og börn­in okk­ar og það er mark­mið mitt.“

For­sæt­is­ráðherr­ann vildi hins veg­ar ekki ræða ná­kvæm­lega hver samn­ings­mark­mið sendi­nefnd­ar Ísra­els yrðu í ræðu sinni á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert