Bjartsýnn á friðarviðræðurnar

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AMMAR AWAD

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, sagðist í morgun vera bjartsýnn á friðarviðræðurnar við Palestínumenn sem til stendur að hefja í Washington í byrjun næsta mánaðar.

„Ég er sannfærður um að ef forystumenn Palestínumanna taka þessar samningaviðræður eins alvarlega og við þá getum við náð viðvarandi samningi. Ekki aðeins samningi um vopnahlé á milli stríða,“ sagði Netanyahu á vikulegum ríkisstjórnarfundi og bætti við: „Við getum tryggt viðvarandi frið fyrir okkur og börnin okkar og það er markmið mitt.“

Forsætisráðherrann vildi hins vegar ekki ræða nákvæmlega hver samningsmarkmið sendinefndar Ísraels yrðu í ræðu sinni á ríkisstjórnarfundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert