Hamstra 75 watta glóperur

Neytendur í ríkjum Evrópusambandsins hamstra þessa dagana 75 watta glóperur en í næstu viku verður framvegis refsivert að flytja inn eða framleiða slíkar perur innan sambandsins. Þó verður verslunum heimilt að klára þær birgðir sem þær hafa þegar á lagerum sínum.

Sala á perunum hefur aukist um 35% að undanförnu af þessum sökum. Mest eftirspurn er í Þýskalandi, Austurríki, Póllandi og ríkjum í Mið-Evrópu.

Um er að æða ákvörðun Evrópusambandsins sem miðar að því að almenningur spari rafmagn og noti frekar sparperur. Á síðasta ári voru 100 watta glóperur bannaðar sem einnig leiddi til þess að fólk hamstraði þær. Markmiðið er að notkun á glóperum verði að lokum hætt með öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka