Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í útvarpserindi sem hann flutti í gær að stríðinu í Írak væri að ljúka. Írakar gætu nú markað sér sína stefnu sjálfir og að fækkun í herliði Bandaríkjanna í landinu væri liður í að uppfylla loforð sem hann gaf í kosningabaráttunni árið 2008. Hann hét því að vel yrði séð fyrir þeim hermönnum sem kæmu heim frá verunni í Írak.
„Sem frambjóðandi í þetta embætti hét ég því að binda enda á þetta stríð. Sem forseti er ég að gera það,“ sagði Obama í erindi sínu.