Skothríð í Osló

Liðsmaður Bandidos
Liðsmaður Bandidos reuters

Lög­regl­an í Osló er nú grá fyr­ir járn­um við fé­lags­heim­ili mótor­hjóla­geng­is­ins Bandidos í borg­inni. Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um skot­hríð, hávaða og bar­smíðar með bolta­kylf­um við húsið klukk­an 20.07 í kvöld að norsk­um tíma (18.07 að ís­lensk­um tíma). Lög­reglu­menn með hríðskota­byss­ur eru á staðnum.

Frétta­vef­ur Ver­d­ens Gang hef­ur eft­ir lög­regl­unni að eng­inn hafi orðið fyr­ir skot­un­um.

Upp­fært 19.40

Blaðamaður Ver­d­ens Gang á staðnum seg­ir að mik­il aðgerð lög­regl­unn­ar sé í gangi í Etter­stad þar sem fé­lags­heim­ilið er. Tug­ir lög­reglu­manna klædd­ir hjálm­um og vest­um fóru inn í húsið klukk­an 19.15 að ís­lensk­um tíma. Þyrla hring­sól­ar yfir svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert