Hryggur vegna fórnarlamba í Írak

Endurminningar Tony Blair eru að koma út. Hann kom fram …
Endurminningar Tony Blair eru að koma út. Hann kom fram í þætti BBC í gærkvöldi. Reuters

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kveðst vera „ákaflega hryggur“ vegna þeirra sem létust í Íraksstríðinu. Þetta kemur fram í útdrætti úr endurminningum hans sem birtur var í dag.

Blair lýsir yfir hryggð sinni vegna þeirra lífa sem snöggur endir var bundinn á. Hann stendur við að það hafi verið rétt að steypa einræðisherranum Saddam Hussein af stóli. Þetta kemur fram í útdrætti úr endurminningum hans sem heita „A Journey“ (Ferðalag), og fjalla um áratug hans í embætti.

Blair kvaðst enn finna til angistar vegna ættingja þeirra sem féllu í átökunum. Hann sagði angistina stafa af djúpri meðaumkun sem risti dýpra en sú meðaumkvun sem fólk finni til við að heyra sorgarfréttir.

„Tár, þótt þau hafi verið mörg, ná ekki utan um það. Ég finn til mikillar hryggðar þeirra vegna, hryggðar vegna lífa sem enduðu of skjótt, hryggðar vegna fjölskyldnanna sem þurfa að reyna dýpri sorgir vegna deilna um hvers vegna ástvinir þeirra dóu, hryggðar vegna þess óendanlega óréttláta vals sem olli því að missirinn varð þeirra,“ segir Blair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert