Lögreglan skaut vopnaðan mann sem hélt þremur í gíslingu í höfuðstöðvum Discovery Channel nálægt Washington borg í Bandaríkjunumí dag. Óvíst er um ástand mannsins en hann er í haldi lögreglu. Allir gíslarnir eru komnir út úr húsinu heilu og höldnu, að sögn lögreglunnar í Washington.
Lögreglan var farin að óttast um öryggi gíslanna eftir meira en tveggja stunda langar samningaviðræður við vopnaða manninn. Hann var af asísku bergi brotinn og var með „það sem taldar voru vera sprengjur límdar við bak sitt og brjóst,“ sagði yfirmaður lögreglunnar. Lögreglan rannsakar nú vettvanginn.
Uppfært kl. 21.51
Maðurinn sem réðist vopnaður inn í aðalstöðvar Discovery Channel og tók þar gísla er látinn, að sögn lögregluyfirvalda og fréttavefur The Washington Post greinir frá.