Sprenging varð á olíuborpalli í Mexíkóflóa í dag. Þrettán manns köstuðust fyrir borð við sprenginguna en þeim var öllum bjargað á lífi, að sögn bandarísku strandgæslunnar. Einn slasaðist. Eldur er sagður loga í í pallinum en engar vísbendingar eru um olíuleka.
Þyrlur voru sendar að borpallinum, sem er um 130 km suður af Vermilionflóa í Louisiana. Þá sigla fjögur herskip frá strandgæslunni í áttina að pallinum, sem er í eigu Marnier Energy.
Fyrir fjórum mánuðum varð sprenging í öðrum borpalli á svipuðum slóðum með þeim afleiðingum að 11 létu lífið og gríðarlegt magn af olíu lak í sjóinn.