Enn gríðarlega heitt í Japan

Hitabylgja sem hefur slegið öll met í Japan heldur áfram að gera landsmönnum lífið leitt. Hún hefur dregið um 500 til dauða og um 47.000 hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna hitans. Flestir hinna látnu eru eldri borgarar.

Veðurfræðingar segja að hitabylgjunni sé hvergi nærri lokið, en hún hefur nú varað í 51 dag. Sumarið er það hlýjasta í Japan frá árinu 1898. Búast má við að hlýindin muni vara í nokkrar vikur til viðbótar.

Þá segja veðurfræðingar einnig að meðalhitinn í landinu sé tveimur gráðum hærri en eðlilegt þyki. 

Sérfróðir telja hins vegar að kaldari dagar séu í vændum þegar fellibyljatímabilið hefst síðar í þessum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert