Stór skjálfti á Nýja-Sjálandi

Frá Christchurch.
Frá Christchurch.

Rafmagn fór af stórum borgarhlutum og skemmdir urðu á mannvirkjum er jarðskjálfti upp á 7,2 stig  reið yfir Christchurch, aðra stærstu borg Nýja-Sjálands, aðfaranótt laugardags að staðartíma. Fyrstu fréttir benda til mikillar eyðileggingar.

Upptök skjálftans voru á 16,1 km dýpi um 30 km norðvestur af Christchurch klukkan 04.05 að staðartíma, að því er bandaríska jarðfræðistofnunin greinir frá. 

Að sögn AFP-fréttastofunnar urðu margir eftirskjálftar en haft er eftir staðarblaðinu The Post að miklar skemmdir hafi orðið.

Íbúafjöldi Christchurch er um 340.000. 

Staðarblaðið hefur eftir Colleen Simpson, einum íbúa borgarinnar, að heilu húsaraðirnar af verslunum hafi hrunið til grunna.

Bentu fyrstu fréttir til að skjálftinn hefði verið 7,4 stig en óttast er að hann kunni að koma af stað flóðbylgju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert