Rafmagnslaust víða vegna Earl

Tré hafa fallið á Nova Scotia í dag.
Tré hafa fallið á Nova Scotia í dag.

Um ein milljón íbúa Kanada er án rafmagns eftir að hitabeltisstormurinn Earl gekk yfir landið. Earl, sem er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur, gekk á land í Nova Scotia í dag og hefur varla verið stætt útivið en vindhraðinn hefur verið allt að 30 metrar á sekúndu.

Þrátt fyrir að hafa verið lækkaður í tign, úr því að vera fellibylur í hitabeltisstorm, þá fengu íbúar Halifax heldur betur að finna fyrir krafti hans í kvöld. Rafmagn fór víða af á svæðinu og er talið að 940 þúsund séu án rafmagns í kvöld í Nova Scotia.

Frá Peggy's höfða í , Nova Scotia
Frá Peggy's höfða í , Nova Scotia Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert