Engin breyting á stefnu gagnvart sígaunum

Frá mótmælunum í gær
Frá mótmælunum í gær Reuters

Frönsk stjórn­völd gefa ekk­ert eft­ir í bar­átt­unni gegn sígaun­um í land­inu þrátt fyr­ir mót­mæli víða í Frakklandi í gær. Tug­ir þúsunda Frakka komu sam­an og mót­mæltu því að sígaun­ar séu send­ir úr landi og ólög­leg­um búðum þeirra lokað.

Eric Bes­son sem er ráðherra inn­flytj­enda­mála gaf lítið fyr­ir mót­mæl­in í gær og sagði að fá ríki kæmu jafn vel fram við ólög­lega inn­flytj­end­ur og Frakk­land. Talið er að á milli 80-100 þúsund manns hafi tekið þátt í mót­mæl­un­um í gær. 

Í gær sagði inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands,  Brice Hortefeux, að eng­in breyt­ing yrði gerð á stefnu stjórn­valda gagn­vart sígaun­um. Þeir sem ger­ist brot­leg­ir við lög verði um­svifa­laust vísað úr landi. Sagði hann að Sósíal­l­ista­flokk­ur­inn sýndi það og sannaði með stuðningi sín­um við mót­mæl­in að hafi ekk­ert lært, myndi ekk­ert og skiln­ing­ur­inn væri eng­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert