Einn lét lífið og 38 slösuðust þegar flugmaður missti stjórn á lítilli flugvél þegar hann var í flugtaki á flugsýningu skammt frá Nürnberg í Þýskalandi í dag með þeim afleiðingum að flugvélin lenti á hópi áhorfenda.
Slysið varð á flugvellinum í Lillinghof. 46 ára gömul kona lét lífið. Fimm slösuðust alvarlega en 33 minna. Ekki er vitað hvers vegna flugmaðurinn missti stjórn á vélinni, sem er lítil tvíþekja. Flugmaðurinn, sem er 68 ára, slapp ómeiddur.
Flugvélin er 70 ára gömul listflugvél, smíðuð í Rússlandi.