Vill hlera grunsamlega bíla

Greinilega tjúnaður, það heyrist alveg á hljóðinu.
Greinilega tjúnaður, það heyrist alveg á hljóðinu.

Yfirmaður norsku tollgæslunnar, Björn Röse, vill beita óvenjulegri aðferð til að klófesta bíleigendur sem ekki borga tilskilinn skatt af bílum sínum sem þar í landi er miðaður við vélaraflið. Hann vill koma upp hljóðnemum við vegina, þeir greini á vélarhljóðinu hvort aflið hafi verið aukið.

Hægt er að auka vélaraflið í nýjum bíl með tölvukubbum og ekki neitt olöglegt við það. En geri menn það verða þeir að tilkynna yfirvöldum að billinn sé nú með öflugri vél en upphaflega og þá hækka bifreiðagjöldin. Sé aflið aukið um t.d. 30 hestöfl í nýjum bíl hækkar gjaldið um 60.000 norskar krónur eða nær 1200 þúsund íslenskar sem í reynd bætast ofan á bílverðið. Það er því eftir nokkru að slægjast hjá yfirvöldum og vitað er að árlega fá nú  þúsundir bíla í sig kubb til að auka kraftinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert