Bann ESB skref aftur á bak

Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið, Nammco, áréttar að bann Evrópusambandsins við innflutningi á selaafurðum hafi alvarlegar afleiðingar fyrir mörg samfélög sem byggja afkomu sína á selveiðum í Norður-Atlantshafi og sé stórt skref aftur á bak.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðsins að loknum fundi þess í Þórshöfn í Færeyjum 2. september sl.

Færeyjar, Ísland, Grænland og Noregur eru í Nammco, en Kanada, Rússland og Japan eru með áheyrnarfulltrúa í ráðinu. Ákvörðun ESB tók gildi 20. ágúst sl. o g hefur komið fram að kanadísk stjórnvöld telja hana brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert