Danskir fjölmiðlar voru ekki lengi að kveikja á deilunni sem skapaðist í kjölfar þeirrar ákvörðunar Jenis av Rana að afþakka boð í kvöldverð til heiðurs Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Jyllands-Posten segir ákvörðunina hafi valdið deilum. Extra Bladet gengur lengra og kallar málið milliríkjadeilu.
Fram kemur á vef Extra Bladet að Jenis sé þekktur andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra.
Þá er haft eftir honum að heimsókn Jóhönnu með eiginkonu sinni, Jónínu Leósdóttur, sé ögrun sem stríði við boðskap Biblíunnar.