Segir vaxandi þjóðernishyggju ógna ESB

Húsakynni þings Evrópusambandsins í Strassborg.
Húsakynni þings Evrópusambandsins í Strassborg.

Bandarískur stjórnmálafræðiprófessor segir, að vaxandi þjóðernishyggja í ríkjum Evrópu, aðallega vegna efnahagsvanda, muni gera það að verkum, að Evrópusambandið deyi hægum en öruggum dauðdaga.

„Evrópusambandið er deyjandi - ekki skyndilegum eða dramatískum dauðdaga heldur svo hægum og öruggum að svo kann innan skamms að fara að þegar við lítum yfir Atlandshafið dag einn gerum við okkur grein fyrir því að sameiningarþróunin í Evrópu, sem við höfum getað gengið að sem vísri síðustu hálfu öldina, er ekki lengur til staðar," skrifar  Charles Kupchan, prófessor við háskólann Í Georgetown, í grein í  Washington Post.

Fjallað er um málið í norska blaðinu Aftenposten og vísað til þeirra ummæla Kupchans, að aðildarríki Evrópusambandsins taki nú eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni Evrópusambandsins og álfunnar í heild. Haldi þessi þróun áfram muni hún eyðileggja eitt mikilvægasta og óvæntasta framfaraskref 20. aldar: eina sameinaða Evrópu sem býr við frið og vinnur að sameiginlegum markmiðum.    

Afleiðingin verði, að einstök lönd verði léttvæg í alþjóðasamfélaginu og Bandaríkin missi bandamann sem vilji axla með þeim hinar alþjóðlegu byrðar. 

Kupchan bendir m.a. á Þýskaland, sem hafi verið einn helsti drifkrafturinn í verkefnum Evrópusambandsins, m.a. til að hindra að valdadeilur stórþjóða, sem leiddu til tveggja heimsstyrjalda, skjóti upp kollinum á ný.

En nú séu Þjóðverjar uppteknari af eigin vandamálum en samevrópskum hagsmunum. Þannig hafi Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mánuðum saman neitað að taka þátt í aðgerðapakka til að bjarga Grikkjum út úr skuldakreppu. Það var ekki fyrr en hætta var á að gríska kreppan breiddist út um alla álfuna, að Merkel gaf eftir og það var raunar gegn vilja þýsks almennings. 

Grein  Charles Kupchans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert