Segir talibana nálægt sigri

Mullah Omar, leiðtogi talibana í Afganistan.
Mullah Omar, leiðtogi talibana í Afganistan.

Leiðtogi talibana, múlla Omar, segir að liðsmenn sínir séu nálægt sigri í stríðinu í Afganistan og hernaður Atlantshafsbandalagsins í landinu hafi „misheppnast algerlega“.

Mjög sjaldgæft er að múlla Omar gefi út yfirlýsingar. Hann hefur ekki sést opinberlega í mörg ár og talið er að hann sé í felum í Pakistan.

Omar skoraði á Barack Obama Bandaríkjaforseta að kalla bandaríska herliðið í Afganistan heim „án skilyrða og eins fljótt og mögulegt er“. Atlantshafsbandalagið hefur fjölgað hermönnum sínum í Afganistan í 150.000 en Bandaríkjastjórn hefur sagt að stefnt sé að því að hefja brottflutning hermanna í áföngum í júlí á næsta ári. Það markmið hefur verið gagnrýnt þar sem það er talið geta orðið til þess að talibanar færi sig upp á skaftið að nýju.

Yfirlýsing Omars var birt á vef íslamista í tilefni af lokum ramadan, föstumánaðar múslíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert