Bannað að klæðast nýnasistafatnaði

Merki Thor Steiner
Merki Thor Steiner

Þýski háskólinn Greifswald hefur lagt bann við því að nemendur og kennarar gangi í klæðnaði sem tengist nýnasistum. Er bannið sett í kjölfar þess að kennari við skólann mætti í fatnaði frá Thor Steinar í fyrra en vörumerkið er afar vinsælt meðal nýnasista og hægri öfgamanna þar sem merki þess minnir á merki Nasistaflokksins.

Í nýrri reglu skólans segir meðal annars að bannað sé að klæðast einhverju sem tengist kynþáttahatri, útlendingahatri, upphafningu ofbeldis eða gengur gegn stjórnarskrá landsins.

Nasistatákn eru bönnuð á almannafæri í Þýskalandi sem og að hylla Hitler.

Bannað er að klæðast fatnaði frá Thor Steinar á sambandsþingi Þýskalands, mörgum þingum sambandsríkja sem og á einhverjum íþróttavöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert