Bent Larsen látinn

Friðrik Ólafsson og Bent Larsen að tafli í Reykjavík fyrir …
Friðrik Ólafsson og Bent Larsen að tafli í Reykjavík fyrir nokkrum árum. mbl.is/Ómar

Danski skákmaðurinn Bent Larsen er látinn, 75 að aldri. Danska skáksambandið segir, að Larsen hafi látist í gær á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu eftir skammvinn veikindi.

Larsen tók þátt í áskorendaeinvígum í tengslum við heimsmeistaramótið í skák á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þá var hann sexfaldur Danmerkurmeistari í skák og tefldi meðal annars sögufrægt einvígi við Friðrik Ólafsson um Norðurlandatitilinn í skák í Reykjavík 1956. Þar hafði Larsen betur.

Larsen og Friðrik tefldu síðast saman hér á landi árið 2003 í sýningareinvígi og hafði Friðrik þá betur. Fram að því höfðu þeir teflt  34 skákir frá árinu 1951 og sigrað í jafn mörgum hvor.

Larsen var sæmdur íslensku fálkaorðunni árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert