„Bandaríkjamenn munu aldrei fara í stríð við Islam.“ Þetta sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Pentagon þar sem 184 menn fórust þegar flugvél var flogið á húsið 11. september 2001.
Bandaríkjamenn minnast þess í dag að níu ár eru liðin frá árásinni á tvíburaturnana í New York og á Pentagon. „Þetta var ekki trúarleg árás á Bandaríkin. Það var Al-Qaeda,hópur dusilmenna, sem snéri út úr trúnni,“ sagði Obama í ræðu sinni.
Nöfn allra þeirra sem létust voru lesin upp við minningarathöfnina í New York. Joe Biden varaforseti var viðstaddur athöfnina.