Fá loksins sígarettur

Ættingjar námuverkamannana fylgjast með björgunaraðgerðum.
Ættingjar námuverkamannana fylgjast með björgunaraðgerðum. Reuters

Námuverkamennirnir 33 sem eru fastir í námugöngum í Chile hefur verið veitt leyfi til að reykja tóbak. 

Hingað til hafa læknar bannað mönnunum að reykja í prísundinni þar sem tóbaksreykurinn hafi slæm áhrif á loftið í göngunum.

Námuverkamennirnir hafa ekki setið aðgerðalausir heldur hafa þeir unnið hörðum höndum að því að bæta loftstreymið í göngunum. Nú mun loftstreymið vera það gott að þeim er óhætt að reykja. 

Tveir sígarettupakkar verða sendir á dag niður til mannanna með öðrum vistum í gegnum byrgðarör sem liggur ofan í göngin. 

Mennirnir hafa nú verið fastir í göngunum í rúman mánuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert