Hitabeltislægðin Igor hefur á einum sólarhring breyst úr djúpri lægð yfir í fellibyl af fjórða styrkleika. Igor er núna 600-700 mílur austur af Bahamas og hefur því ekki valdið neinu tjóni ennþá.
Igor sást fyrst sem lægð við vesturströnd Afríku en hann hefur vaxið hratt og fylgjast veðurfræðingar í Bandaríkjunum og á eyjum í Karabíska hafinu vel með honum. Því er spáð að hann eigi eftir að sækja enn í sig veðrið á næstu klukkutímum. Talsverð óvissa ríkir um hvað stefnu fellibylurinn er að taka og hvernig hann kemur til með að þróast.