Einangraðir frá umheiminum vegna flóða

Náttúran er stórbrotin í norðvesturhluta en dalirnir þar, sem áður voru paradís fjallgöngumannsins, eru nú algjörlega einangraðir frá umheiminum vegna flóða. Rúmar 5 vikur eru liðnar síðan mestu flóð í sögu Pakistan hófust og þorpsbúar og bændur í svæðunum við Hindukush fjöllin berjast enn fyrir lífi sínu.  

Í dalnum Yarkhun, sem er 150 kílómetra langur, eru um 100 þorp og smábæir.  Áður var ein brú sem tengdi afskekkta byggðina við umheiminn, en henni hefur nú skolað burt. 15 öðrum brúm sem lágu yfir Yarkhun fljótið hefur skolað burt. Sumstaðar segja íbúar að herinn hafi flogið yfir og sleppt matarpökkum úr lofti til tveggja vikna, en langt sé síðan þær byrgðir voru uppurnar.  Fjöldi húsa þurrkuðust út í rigningunum og flóðunum í kjölfarið, uppskeran er að mestu ónýt og búfénaður dauður. Margir hafast við í tjöldum eða í hellum uppi í fjöllunum. Sumir íbúanna segja hellana betri kost en tjöldin.

Þeir sem vilja komast burt neyðast til að hætta sér yfir jökulfljótið á tímabundnum brúm sem klastrað hefur verið saman, eða þá halda í hættulega för eftir fjallvegum í þúsunda metra hæð yfir sjávarmáli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert