Fyrrum ETA-leiðtogi í 83 ára fangelsi

Fulltrúar ETA lýstu yfir vopnahléi í síðustu viku.
Fulltrúar ETA lýstu yfir vopnahléi í síðustu viku. Reuters

Dómstóll á Spáni dæmdi í dag fyrrum leiðtoga ETA, samtaka herskárra Baska, í 83 ára fangelsi fyrir að myrða lögregluþjón árið 2001. ETA lýsti í síðustu viku yfir einhliða vopnahléi í vopnaðri baráttu samtakanna fyrir sjálfstæðu ríki Baska.

Gorka Palacios Aldai, sem var handtekinn í Frakklandi í desember 2003, var fundinn sekur um hryðjuverkastarfsemi og morð. 

ETA hefur í 42 ár barist fyrir ríki Baska á norðurhluta Spánar og suðvesturhluta Frakklands. Talið er að samtökin beri ábyrgð á dauða 829 manna hið minnsta. 

Samtökin hafa áður lýst yfir vopnahléi en rofið það heit.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert