Milljón ríkisstarfsmönnum sagt upp á Kúbu

Frá Havana höfuðborg Kúbu. Buick 1955 keyrir hjá vegg sem …
Frá Havana höfuðborg Kúbu. Buick 1955 keyrir hjá vegg sem skreyttur er kúbverska fánanum. DESMOND BOYLAN

Yfirvöld á Kúbu ætla að leggja niður yfir hálfa milljón starfa í opinbera geiranum á næstu 6 mánuðum. Fyrrum ríkisstarfsmenn munu ekki lengur fá greiddan hluta launa sinna á meðan þeir leita að nýju starfi. Markmiðið er að auka framleiðni í kommúnistaríkinu. Haft er eftir talsmönnum stærsta stéttafélags Kúbu, CTC, að ríkið hvorki gæti né ætti að halda vonlausum fyrirtækjum á lífi.  

Stefnt er að því að yfir 500.000 störf í opinbera geiranum verði lögð af fyrir mars 2011. Þetta vekur athygli í ljósi þess að í síðustu viku var haft eftir Fidel Castro fyrrum forseta Kúbu að kúbverska módelið „virkaði ekki lengur". Castro sagði síðar að ummælin hefðu verið mistúlkuð.

Í fyrra sagði Raul Castro, forseti Kúbu, að ríkisstjórnin hefði hug á því að færa yfir milljón ríkisstarfsmenn til í starfi. Launfólk í Kúbu er um 4,9 milljónir talsins, en þjóðin telur 11,2 milljónir manna. Ríkið rekur um 95% efnahagsins. Árum saman hefur sá háttur verið á að ríkisstjórnin greiðir launafólki sem missir vinnuna allt að 60% af launum þeirra á meðan það leitar að nýju starfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert