Réttarhöld hófust í dag yfir bandarískri konu sem skaut eiginmann sinn til bana í veiðiferð í Kanada. Konan segist hafa skotið á hann fyrir slysni því hún hélt að hann væri björn. Það var árið 2006 sem hjónin Mark og Mary Beth Harshbarger fóru saman í veiðiferðina til Nýfundnalands sem endaði meðsviplegum hætti.
Saksóknarar í Kanada segja að of dimmt hafi verið úti til að öruggt hafi verið að skjóta af byssu og vilja að Harshbarger verði sakfelld fyrir vangá. Sjálf lýsir hún yfir sakleysi sínu. Réttarhöldin í dag hófust á því að leiðsögumaður hjónanna gaf vitnisburð. Hann lýsti því að hann hafi verið að ganga í átt að bílnum þegar hann heyrði skotið af byssu og svo hátt öskur. Hann hafi svo fundið Mark Harshbarger liggjandi á jörðinni í blóði sínu. Hann sagði að eiginkona hans hafi tryllst og öskrað í sífellu „ég skaut manninn minn, ég skaut ástina mína".
Verði hún sakfelld bíður Harshbarger a.m.k. 4 ára fangelsisvist.