Yrðu stærstu vopnaviðskipti í sögu Bandaríkjanna

Bandarískar Apache herþyrlur eru á meðal þess sem Sádi-arabar hyggjast …
Bandarískar Apache herþyrlur eru á meðal þess sem Sádi-arabar hyggjast kaupa. Reuters

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn segja að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna muni brátt greina þing­inu frá sölu á vopn­um til Sádi-ar­ab­íu fyr­ir 60 millj­arða dala (um 7.000 millj­arða króna). Há­tækni­leg­ar herþotur og herþyrl­ur eru á meðal þess sem Sádi-ar­ab­ar muni kaupa. Sal­an bíður samþykk­is Banda­ríkjaþings.

Talsmaður banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins seg­ir í sam­tali við Reu­ters frétta­stof­una að bú­ist sé við því að til­kynn­ing muni ber­ast þing­inu inn­an viku eða þar um bil. Hann hef­ur hins veg­ar ekki viljað tjá sig um samn­ing­inn.

Þetta yrði einn stærsti vopna­sölu­samn­ing­ur í sögu Banda­ríkj­anna og er hann sagður tryggja 75.000 störf, að því er seg­ir á vef breska út­varps­ins.

Wall Street Journal seg­ir að mark­miðið sé að styrkja sádi-ar­ab­íska her­inn sem öfl­ug­an banda­mann Banda­ríkj­anna gegn Íran. Sádi-ar­ab­ía er auðug­asta ar­ab­a­ríkið við Persa­flóa. Her­inn er mjög öfl­ug­ur og hann býr yfir háþróuðum vopna­búnaði.

Þegar banda­rísk stjórn­völd hafa til­kynnt þing­inu um sam­komu­lagið geta þing­menn þrýst á um breyt­ing­ar, lagt fram ákveðin skil­yrði eða komið í veg fyr­ir viðskipt­in.

Fram kem­ur í banda­rísk­um fjöl­miðlum að rík­is­stjórn Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, muni gefa grænt ljós á sölu  á F-15 herþotum og herþyrl­um af gerðunum Apache, Black Hawk og Little Bird.

Talið er að sala á vopna­búnaði fyr­ir 30 millj­arða dala til viðbót­ar geti bæst við sam­komu­lag ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert