Fjöldauppsagnir standa nú fyrir dyrum innan stjórnsýslunnar á Kúbu. Stjórnvöld segja að gripið sé til þessara örþrifaráða í von um að bæta óstöðugt hagkerfi landsins.
Verkalýðsfélag Kúbu segir að um ein milljón manna muni missa vinnuna. Helmingur þeirra verði atvinnulaus fyrir marsmánuð á næsta ári. Ríkisstarfsmenn á Kúbu telja um 5,1 milljón manna.
Stjórnvöld hyggjast styðja við bakið á brottreknu starfsmönnunum og hvetja þá til að hefja eigin atvinnustarfsemi eða leita starfa hjá einkafyrirtækjum. Strangar reglur gilda um einkafyrirtæki á Kúbu en því á að breyta.
Næstum öll atvinnustarfsemi á Kúbu er ríkisrekin og um 85% starfa eru á vegum hins opinbera.