Frakkar setja bann við búrkum

Öldungadeild franska þingsins samþykkti í dag með miklum meirihluta lög sem banna að konur hylji sig algjörlega með slæðu á almannafæri. Frumvarpið hafði áður verið samþykkt af neðri deild þingsins í júlí. Bannið nýtur mikils stuðnings meðal almennings en gagnrýnendur benda á að aðeins lítill hluti franskra múslíma noti slæður.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti styður bannið og segir það lið í stærri umræðu um franskt þjóðerni. Svipað lögbann er til umræðu  bæði á Spáni og í Belgíu. Atkvæði á franska þinginu í dag féllu þannig að 246 kusu með banninu en aðeins 1 þingmaður kaus gegn því. Frumvarpið verður sent til stjórnarskrárnefndar sem hefur mánuð til að fara yfir það og staðfesta að það samræmist stjórnarskrá. Að óbreyttu mun bannið þá taka gildi á næsta ári, en hugsanlegt er þó að málið endi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Talið er að um 2.000 konur hylji sig algjörlega með slæðu í Frakklandi. Lögin banna klæðnaðina niqab og búrku, sem hylja andlitið með allt nema augun, á almannafæri. Lögin kveða á um 150 evru sek til kvenna sem brjóta lögin og 30.000 evra sekt og eins árs fangelsisdóm til karla sem þvinga konur sínar til að hylja sig. Frakkar líta svo á að niqab og búrkur séu ógnun við kvenfrelsi.

Niqab klæðnaður hylur allan líkamann nema augun.
Niqab klæðnaður hylur allan líkamann nema augun. KHALED AL-HARIRI
Búrkur eru sá klæðnaður sem hylur hvað mest og eru …
Búrkur eru sá klæðnaður sem hylur hvað mest og eru jafnvel augun hulin með neti. RAHEB HOMAVANDI
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka