Sakbitin yfir dauða kvalara síns

Natascha Kampusch er 22 ára gömul í dag.
Natascha Kampusch er 22 ára gömul í dag.

Natascha Kampusch, sem haldið var nauðugri í kjallara í rúm 8 ár frá 10 ára aldri segist finna til sektarkenndar yfir sjálfsmorði kvalara síns, Wolfgang Priklopil. Þegar Kampusch tókst að flýja frá honum svipti Priklopil sig samstundis lífi með því að fleygja sér fyrir lest.

„Ég finn til sektarkenndar vegna þess að ég olli dauða hans með því sem ég gerði," sagði Kampusch, sem í dag er 22 ára gömul, í viðtali við bresku útvarpstöðina BBC Radio 5.  „Ég vissi að þetta gæti aldrei endað öðru vísi. Ég vissi að ef ég reyndi ekki að flýja þá myndi hann drepa mig fyrr eða síðar. Og ég vissi að ég að ég myndi flýja, þá myndi hann drepa sig."

Á endanum tókst henni að flýja í ágúst 2006, þegar hún var að þrífa bíl Priklopil og athygli hans var dreift þegar síminn hringdi. „Ég veit að þetta er ekki mér að kenna, en mér finnst samt erfitt að hugsa til þess að mín hegðun leiddi til dauða hans," sagði hún BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert