15 ára myrti móður sína

Frá Vínarborg í Austurríki
Frá Vínarborg í Austurríki

15 ára gömul austurrísk stúlka, sem stakk móður sína til bana í rifrildi um tölvunotkun, var í dag dæmd í 5 ára fangelsi. Í réttarsal lýsti stúlkan ofbeldisfullum rifrildum hennar og móður hennar, sem hún segir að hafi barið hana og niðurlægt.

Stúlkan sagðist hafa látið sig dreyma um að drepa móður sína og jafnvel skrifað um það á bloggsíðuna sína. „Mig langaði bara að tappa aðeins af reiðinni. Ég bjóst ekki við að ég myndi í alvöru gera það," sagði stúlkan í réttarsal í dag.

Þann 13. apríl sauð upp úr rifrildi þeirra mæðgna um notkun borðtölvu á heimilinu og endaði það með því að stúlkan, sem þá var aðeins 14 ára, stakk móður sína 7 sinnum með eldhúshníf. Eiginmaður fórnarlambsins og 12 ára sonur hans komu að líki konunnar á heimili fjölskyldunnar í Vín síðar sama kvöld. Stúlkan var þá horfin en lögregla fann hana síðar í almenningsgarði.

Hún hefði getað fengið allt að 10 ára fangelsisdóm en var dæmd til 5 ára fangelsisvistar. Hún getur enn áfrýjað dómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert