Ræddu frið í Ísrael í dag

00:00
00:00

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els Benjam­in Net­anya­hu tók í dag á móti Mahmoud Abbas for­seta Palestínu í ráðherra­bú­stað sín­um til að halda áfram friðarviðræðum sem hóf­ust í Banda­ríkj­un­um. Leiðtog­arn­ir gáfu ekk­ert uppi um hvernig viðræðurn­ar ganga.

Hillary Cl­int­on ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna tók einnig þátt í viðræðunum. Um­deild­ar fram­kvæmd­ir Ísra­els­manna á Vest­ur­bakk­an­um eru meg­in­efni fund­anna. Í lok fund­ar­ins í dag, sem stóð í 2 klukku­stund­ir, sagði Geor­ge Mitchell, formaður alþjóðlegr­ar nefnd­ar um mál­efni Mið-Aust­ur­landa, að viðræðurn­ar hefðu verið „al­var­leg­ar og inni­halds­rík­ar.“

„Ég get al­veg sagt það að leiðtog­ar land­anna tveggja eru ekki að ýta erfiðum mál­efn­um á und­an sér til loka viðræðnanna. Þeir ráðast beint að kjarna vand­ans sem deil­ur Ísra­els og Palestínu hverf­ast um og gerðu það einnig í kvöld.“ Á meðan friðarviðræðunum í Ísra­el stóð í dag varpaði ísra­elsk herflug­vél sprengju á göng sem notuð eru til smygls und­ir landa­mæri Gasa­strand­ar­inn­ar við Egypta­land, í kjöl­far árás­ar palestínskra upp­reisn­ar­manna á Ísra­el. 

Talskona Ísra­els­hers sagði að eld­flaug og 8 sprengju­vörp­um hefði verið skotið frá Gasa­svæðinu, en Ham­as hreyf­ing­in hef­ur lýst and­stöðu sinni við friðarviðræðurn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert