Þrengt að reykingafólki í New York

Það verður m.a. bannað að reykja í Central Park.
Það verður m.a. bannað að reykja í Central Park. Reuters

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, hyggst banna reykingar í almenningsgörðum og baðströndum borgarinnar. Þegar er búið að banna reykingar á veitingastöðum og börum í stóra eplinu.

Hann segir niðurstöður vísindamanna liggja fyrir. „Óbeinar reykingar, hvort sem þú ert inni eða úti, skaðar heilsuna. Í dag erum við að gera eitthvað í málinu,“ sagði Bloomberg.

Borgarráð New York verður nú að samþykkja frumvarp borgarstjórans, en Bloomberg nýtur mikils stuðnings í ráðinu.

„Þegar búið verður að samþykkja lögin þá geta allir íbúar New York notið þess að fara í gönguferð í almenningsgarði eða varið deginum á ströndinni án þess að anda að sér reyk,“ sagði Christine Quinn, formaður borgarráðs.

„Þetta frumvarp mun bjarga mannslífum og gera New York að heilbrigðari borg til að búa í.“

Strandlengja borgarinnar nær yfir 22 km. Þar eru yfir 1.700 almenningsgarðar.

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York.
Michael Bloomberg, borgarstjóri New York. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert