Húseigandinn var dauður

Fasteignasali nokkur lenti í óskemmtilegri lífsreynslu. Myndin tengist fréttinni ekki.
Fasteignasali nokkur lenti í óskemmtilegri lífsreynslu. Myndin tengist fréttinni ekki. Reuters

Fasteignasala nokkrum varð heldur betur á í messunni er hann sýndi áhugasömum viðskiptavinum 140 milljón króna glæsihýsi í Notting Hill í Lundúnum á dögunum. Húseigandinn, kona á sextugsaldri, lá látin í stofusófanum en fasteignasalinn dró þá álytkun að hún svæfi er hann fór með fagurgala um húsið.

Fasteignasalinn, Samuel Allfort, hélt að konan, bandarísk fráskilin frú sem vildi flytja heim frá Bretlandi eftir skilnað, myndi vakna við heimsóknina.

Beið hann því með að fara inn í stofuna af tillitsemi við húseigandann.

Þar sem ekkert benti til að hún hefði tekið eftir þeim fór Allfort með fólkið út á stétt í auðmannahverfinu og bað það kurteisislega að doka við.

Hann uppgötvaði fljótt hvernig í pottinn var búið og hringdi tafarlaust á sjúkrabíl.

Skömmu síðar var konan úrskurðuð látin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert