Húseigandinn var dauður

Fasteignasali nokkur lenti í óskemmtilegri lífsreynslu. Myndin tengist fréttinni ekki.
Fasteignasali nokkur lenti í óskemmtilegri lífsreynslu. Myndin tengist fréttinni ekki. Reuters

Fast­eigna­sala nokkr­um varð held­ur bet­ur á í mess­unni er hann sýndi áhuga­söm­um viðskipta­vin­um 140 millj­ón króna glæsi­hýsi í Nott­ing Hill í Lund­ún­um á dög­un­um. Hús­eig­and­inn, kona á sex­tugs­aldri, lá lát­in í stofu­sóf­an­um en fast­eigna­sal­inn dró þá álytk­un að hún svæfi er hann fór með fag­ur­gala um húsið.

Fast­eigna­sal­inn, Samu­el All­fort, hélt að kon­an, banda­rísk frá­skil­in frú sem vildi flytja heim frá Bretlandi eft­ir skilnað, myndi vakna við heim­sókn­ina.

Beið hann því með að fara inn í stof­una af til­lit­semi við hús­eig­and­ann.

Þar sem ekk­ert benti til að hún hefði tekið eft­ir þeim fór All­fort með fólkið út á stétt í auðmanna­hverf­inu og bað það kurt­eis­is­lega að doka við.

Hann upp­götvaði fljótt hvernig í pott­inn var búið og hringdi taf­ar­laust á sjúkra­bíl.

Skömmu síðar var kon­an úr­sk­urðuð lát­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert