Borað alla leið

00:00
00:00

Tek­ist hef­ur að bora björg­un­ar­göng niður til þrjá­tíu og þriggja námu­verka­manna sem hafa setið fast­ir í námu í Chile frá 5. ág­úst sl. Það munu hins veg­ar líða nokkr­ar vik­ur þar til menn­irn­ir losna úr prísund­inni.

Hol­an, sem er 630 metra djúp, er aðeins 30 cm breið. Hún þarf a.m.k. að vera 70 cm breið til að menn­irn­ir kom­ist út. Menn binda nú von­ir við að þeir verði laus­ir í byrj­un nóv­em­ber. Þeir fest­ust í kop­ar- og gull­námunni þegar aðal­göng­in í gáfu sig og hrundu.

Þegar er búið að bora þrjár litl­ar hol­ur til að koma mat­væl­um, vatni og lyfj­um til mann­anna. 

Þrjá­tíu og tveir Chi­le­menn og einn maður frá Bóli­víu eru í námunni. Aldrei hafa jafn marg­ir, sem sitja fast­ir neðanj­arðar, lifað jafn lengi og raun ber vitni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert