Dularfullur pakki til rannsóknar í Stokkhólmi

Stokkhólmur.
Stokkhólmur.

 Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú dularfullan pakka sem barst til bandaríska sendiráðsins í borginni. Samkvæmt upplýsingum Svenska dagbladet var ekki um sprengju að ræða líkt og óttast var í fyrstu.

Ulf Lindgren, talsmaður lögreglunnar segir í samtali við Svd.se að  sprengjuleitardeild lögreglunnar hafi rannsakað pakkann og fullvíst sé að ekki er um sprengju að ræða. Ekki þurfti að rýma bygginguna þar sem sendiráðið er til húsa við Gärdet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert