Karl orðinn að fellibyl

00:00
00:00

Hita­belt­is­lægðin Karl hef­ur sótt í sig veðrið á ferð sinni yfir Mexí­kóflóa og er orðin að felli­byl. Banda­ríska felli­byljamiðstöðin seg­ir að Karl sem ann­ars stigs felli­byl­ur en mesti vind­hraði mæl­ist nú 44 metr­ar á sek­úndu.

Áður en Karl tók stefn­una á fló­ann tók hann á land í Yucat­an-skaga í Mexí­kó. Þar reif hann niður tré og sló út raf­magni í byggðum.

Stjórn­völd í Mexí­kó hafa gefið út felli­byljaviðvör­un við strand­lengj­una í rík­inu Veracruz, en viðvör­un­in nær til svæðis sem teyg­ir sig yfir 300 km.

Á Atlants­hafi eru tveir felli­bylj­ir til viðbót­ar að efl­ast. M.a. Ígor sem er þriðja stigs byl­ur.

Kona í Chetumal berst við rokið í fyrradag þegar Karl. …
Kona í Chetumal berst við rokið í fyrra­dag þegar Karl. sem þá var hita­belt­is­lægð, fór yfir Yucat­an-skaga. Reu­ters
Pálmatré sem beið lægri hlut í baráttunni við Karl í …
Pálma­tré sem beið lægri hlut í bar­átt­unni við Karl í fyrra­dag . Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert