Karl orðinn að fellibyl

Hitabeltislægðin Karl hefur sótt í sig veðrið á ferð sinni yfir Mexíkóflóa og er orðin að fellibyl. Bandaríska fellibyljamiðstöðin segir að Karl sem annars stigs fellibylur en mesti vindhraði mælist nú 44 metrar á sekúndu.

Áður en Karl tók stefnuna á flóann tók hann á land í Yucatan-skaga í Mexíkó. Þar reif hann niður tré og sló út rafmagni í byggðum.

Stjórnvöld í Mexíkó hafa gefið út fellibyljaviðvörun við strandlengjuna í ríkinu Veracruz, en viðvörunin nær til svæðis sem teygir sig yfir 300 km.

Á Atlantshafi eru tveir fellibyljir til viðbótar að eflast. M.a. Ígor sem er þriðja stigs bylur.

Kona í Chetumal berst við rokið í fyrradag þegar Karl. …
Kona í Chetumal berst við rokið í fyrradag þegar Karl. sem þá var hitabeltislægð, fór yfir Yucatan-skaga. Reuters
Pálmatré sem beið lægri hlut í baráttunni við Karl í …
Pálmatré sem beið lægri hlut í baráttunni við Karl í fyrradag . Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert